Viggó og Víóletta eru leikin af þeim Bjarna Snæbjörnssyni og Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttir. Þau eru bæði menntaðir og reyndir leikarar og fantasöngvarar.
Viggó og Vióletta er hið konunglega söngleikjapar og koma fram við hvaða tækifæri sem er, allt til þess að breiða út gleðiboðskap söngleikja. Öll atriði Viggó og Víólettu leiftra af húmor og kímni. Þau eru óhrædd við að taka sig ekki of alvarlega og gera óspart grín að sér sjálfum sem flytjendum þó þau myndu aldrei viðurkenna það sjálf. Þau eru þekktust fyrir syrpurnar sínar þar sem úir og grúir af öllum vinsælustu söngleikjalögunum og fleirum til. Viggó og Víóletta hafa skemmt stanslaust síðan sumarið 2008, bæði sem veislustjórar og einnig koma þau fram í um hálftíma með eitt allsherjar gleðibombuatriði með tilheyrandi búningum. Þau eiga gott búningasafn og fjöldan allan af söngleikjalögum á lager og finnst ekkert skemmtilegra en að deila gleðinni með ykkur.
Syrpur Viggó og Víólettu eru þessar.
– Allsherjar söngleikjasyrpa
M.a. lög úr Singin’ in the Rain, Grease, Lion King, Annie, Sound of Music, Rocky Horror og fleiri
– Diskósyrpa
Vinsælustu lög diskótímabilsins. Skankarnir munu ekki getað stjórnað sér!
– Las Vegas SYRPA
Tónlistarstefna Las Vegas í hnotskurn: M.a. Celine Dion, Tom Jones, Dreamgirls, Moulin Rouge syrpa, o.fl.
– Abba Syrpa
Öll vinsælustu lögin í einum stórum pakka. Einnig hægt að hafa sing-a-long ef myndvarpi/tjald er til staðar.