Dr. Viðar Halldórsson er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands og hefur allt fá aldamótum einnig starfað sem ráðgjafi fyrir mörg af bestu íþróttaliðum landsins. Viðar hefur í rannsóknum sínum, og ráðgjafarvinnu, verið leiðandi í því að beina sjónum að félagslegum forsendum árangurs og skoðað sérstaklega hvernig kúltúr virkar sem ósýnilegt afl sem mótar stemningu og árangur liða og hópa á ýmsum sviðum. Viðar hefur birt fjölda rannsókna á félagslegri umgjörð árangurs, haldið fyrirlestra víða um heim, og meðal annars skrifað rannsóknarbókina “Sport in Iceland: How Small Nations Achieve International Success.” Um þessar mundir er Viðar að skrifa bók um liðsheild og stemningu í íþróttum fyrir breska útgáfufélagið Routledge, en bókin mun verða sú fyrsta sinnar tegundar sem nálgast viðfangsefnið út frá sjónarhorni félagsfræði. 

Hvernig er stemningin? – Listin að búa til árangursríkan kúltúr.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um félagslegar forsendur árangurs með sérstakri áherslu á hvernig kúltúr hefur áhrif á stemningu og árangur liða og hópa. Fyrirlesturinn byggir á fjölbreyttum rannsóknum á viðhorfi og hegðun einstaklinga, samskiptum, félagslegri smitun, sem og hinu “ósýnilega” eðli hópa (stemningunni). Hvað er stemning? hvernig virkar stemning? hvers virði er stemning? og hvernig myndast stemning? eru spurningar sem Viðar varpar ljósi á þar sem hann tekur dæmi frá ýmsum sviðum samfélagsins, sem og úr daglegu lífi. Fyrirlesturinn hentar minni og stærri hópum, stjórnendum sem og almennum starfsmönnum, og miðar að því að hjálpa hópum að búa til uppbyggilegan kúltúr og ná meiri árangri.

Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS