Sönghópurinn Spectrum

In by admin

Spectrum hefur nú starfað í 14 ár. Fjölbreytileiki, lífleg framkoma og flutningur metnaðarfullra útsetninga hefur einkennt hópinn, enda er hann samansettur af kraftmiklu söngfólki á öllum aldri, úr ólíkum geirum atvinnulífsins, liðlega 20 manns. Spectrum hefur komið fram við ýmis tækifæri, bæði við mannfagnaði og á tónleikum og er gríðarlega sviðsvanur hópur. Spectrum heldur ávallt jóla og vortónleika og kemur árlega fram á Menningarnótt, gjarnan í Hörpu, auk þess sem kórinn flytur sönggjörninga víða um bæinn á þeim degi. Á aðventunni má sjá Spectrum syngja víða um borgina við ýmis tækifæri, m.a. á Laugaveginum á vegum Reykjavíkurborgar.

Spectrum hefur einnig ráðist í stærri verkefni, t.a.m. Sálumessu eftir John Rutter, sem hópurinn flutti með kammersveit, bæði í Neskirkju og Akureyrarkirkju.

Síðastliðin ár hefur Spectrum lagt land undir fót og tekið þátt í erlendum kórakeppnum, á Ítalíu og á Spáni og lenti þar í silfurflokki keppninnar í bæði skiptin. Í haust tók Spectrum þátt í sjónvarpskeppninni Kórar Íslands við góðan orðstýr og náði alla leið í úrslitaþáttinn. Ríkti eining meðal dómara um gæði söngs, metnaðarfullan og músíkalskan flutning flókinna útsetninga og flotta kóreografíu hjá Spectrum.

Stjórnandi Spectrum er Ingveldur Ýr söngkona og raddþjálfari en hún er þekkt nafn í tónlistarlífinu á Íslandi.

Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS