Klassart

In by admin

Klassart er hljómsveit skipuð systkinunum Fríðu Dís Guðmundsdóttur og Smára Guðmundssyni. Þau hafa í rúman áratug flutt lifandi tónlist og komið fram við hin ýmsu tilefni, svo sem á árshátíðum, í brúðkaupum, skírnum, jarðarförum og á öðrum samkomum. Þau spila eigin tónlist í bland við lög annarra sem þau sækja oftast í rokk og blús síðustu aldar, svo sem Bítlana, en einnig notarlegt gítarpopp úr samtímanum.