Lalli töframaður

In by admin

Þegar Lalli kemur fram þar sem einungis fullorðnir eru í salnum má búast við hverju sem er!!! Þá lætur Lalli ekkert stoppa sig og í bland við mikið grín og flotta töfra, nýtur hann þess að ganga of langt með því að  gera skrítna, óþægilega og jafnvel ógeðslega hluti sem fær fólk hreinlega til þess að grenjar úr hlátri.

Lalli er fyndinn, töfrandi og öðruvísi veislustjóri en fyrst og fremst að þá er hann skipulagður og fagmannlegur þegar kemur að veislustjórnun.

Hann passar alltaf uppá það að veislur fljóti vel og er fólki alltaf innan handar varðandi atriði og samsetningu á veislukvöldinu sjálfu. 

Á milli rétta og á dauðum punktum stekkur hann til með  grín, töfra og almenna vitleysu sem höfðar bæði til ungra sem aldna.