Pörupiltar

In by admin

Pörupiltar eru karlmennska holdi klædd. Í uppistandi sínu HOMO ERECTUS  kafa þeir ofan í samskipti kynjanna, skyggnast inn í karlmannssálina og daðra við dömurnar. Konur eru sjúkar í þá.

Pörupiltarnir  Dóri Maack, Nonni Bö og Hermann Gunnarsson eru harðir í horn að taka en engu að síður óhræddir við að takast á við stórar spurningar um ástir og örlög, tilgang lífsins, heimspeki og daður. Þeir hafa slegið í gegn í sýningunni UPPNÁM í Þjóðleikhúskjallaranum og eru meira ein til í að mæta á staðinn og trylla lýðinn!

Pörupiltar eru leikkonurnar Sólveig Guðmundsdóttir, Alexía Björg Jóhannesdóttir og María Pálsdóttir.
Hér eru linkar á trailera úr UPPNÁMI: