Gummi Steingríms

In by admin

Gummi Steingríms keypti sér nikku árið 1991 og hefur ekki hætt að spila síðan. Hann er nikkuleikari hljómsveitarinnar Skárren ekkert og hljómborðsleikari Ske, en báðar hljómsveitir hafa gefið út fjölda diska og komið fram við hin ýmsu tilefni á tónlistarhátíðum, tónleikum og böllum um árabil. Gummi spilar líka einn og sér. Nikkuleikur hans hentar einstaklega vel sem bakgrunnstónlist í veislum og móttökum. Hann spilar allt frá Kiss til klassíkur og ýmis konar kvikmyndatónlist er í sérstöku uppáhaldi. Gummi tekur líka að sér veislustjórn endrum og eins og segir þá eitthvað fyndið.

Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS