Karma Brigade

In by admin

Hljómsveitin Karma Brigade samanstendur af 6 ungum tónlistarmönnum á aldrinum 16-17, sem eiga heima út um allt höfuðborgarsvæðið. Þau hafa verið að spila í þrjú ár. Hafa verið að spila niðrí bæ á sumrin og í sundlaugum í Reykjavík, sem og á fjölskyldu og bæjarhátíðum. Tvívegis hafa þau lagt land undir fót og spilað í Danmörku og Þýskalandi og fengið góðar viðtökur. Nýlega gáfu þau út sitt fyrsta lag, Nova Pesma https://www.youtube.com/watch?v=NbC_tNbwzaM.
Þau eru einnig að spila vikulega á Hressó.
Karma Brigade vann jólalagakeppni Rásar 2 árið 2016 og voru valin hljómsveit fólksins á Músiktilraunum 2018.