Björk Jakobsdóttir

In by admin

Björk Jakobsdóttir hefur skrifað og unnið að gamanefni til fjölda ára og veislustýrt stórum og smáum fyrirtækjum sem og félagasamkundum og brúðkaupum. Björk er einnig eftirsóttur uppistandari þar sem hún lætur gamminn geysa um uppeldi, útlitsdýrkun, miðaldra svitakóf og rómantík.

Björk er einn vinsælasti veislustjóri landsins um þessar mundir. Hún skemmtir bæði ein og með öðrum. Hún skemmtir með Gunna Helga, Bryndísi Ásmundsdóttur og Þórunni Lárusdóttur.