Viltu vera Óstöðvandi?

Bjartur býður upp á kraftmikinn og skemmtilegan fyrirlestur um það hvernig við getum verið Óstöðvandi í Topp tilfinningalegu ástandi.

Hvers vegna eru sumir dagar frábærir en aðrir ömurlegir?

Hver er ástæða þess að frammistaða okkar við svipaðar aðstæður er stundum framúrskarandi og stundum fyrir neðan allar hellur?

Svarið er tilfinningalegt ástand okkar þann daginn eða stundina.

Of fáir einstaklingar búa yfir færni til að  kveikja á, magna upp og viðhalda uppbyggilegu tilfinningalegu ástandi sem opnar aðgengi okkar að innri auðlindum með tilheyrandi tækifærum og stíganda í vellíðan og velgengni.

Með því að læra að virkja afl tilfinninganna öðlumst við aðgengi að okkar allra besta og verðum ÓSTÖÐVANDI!

Fyrirlesturinn er 45-50 mínútur.

Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS