Margrét Erla Maack

In by admin

Margrét Erla Maack er vinsæll og einstakur veislustjóri sem blandar til dæmis magadansi, sirkus, sverðgleypingum og hnífakasti inn í hefðbundna veislustjórn. Hún á auðvelt með að laga sín fjölmörgu atriði að þema veislunnar, sérstaklega ef þemað felur í sér dýrðarljóma liðinnar tíðar. Hún getur einnig komið með skemmtiatriði inn í veislur, smíðað dansatriði með starfsfólki og komið með danskennslu til að leiða frá borðhaldi yfir í dansgólf. Margrét stjórnar heilum kabarett, Reykjavík Kabarett og getur sett saman hel aftens program ef áhugi er á slíku. Hún er stórskemmtilegur og fjölbreyttur pubquiz-spyrill, og liðtækur plötusnúður. Ef þú ert að leita að manneskju sem er allur skemmtipakkinn, þá er þessi sprellikelling þín kona. Margrét talar íslensku, ensku, dönsku og skandinavísku. Athugið að Margrét er yfirleitt bókuð 4-6 mánuði fram í tímann.