Edda Björgvinsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1972 og útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1978. Edda hefur starfað sem leikari, leikstjóri og höfundur við fjölmörg leikhús m.a. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Íslands og Alþýðuleikhúsið. Hún hefur einnig leikstýrt og samið handrit fyrir velflesta starfandi ljósvakamiðla á Íslandi sem og sjónvarpsstöðva. Undanfarin ár hefur Edda þjálfað stjórnendur atvinnulífsins m.a. í tjáningu, fjölmiðlaframkomu og mannlegum samskiptum – ýmist í hópum eða sem einstaklingsþjálfun – og unnið með fjölmörgum fyrirtækjum við undirbuning á öllum mögulegum uppákomum. Hún hefur þjálfað starfsfólk ríkisstofnana á námskeiðum Rekspalar og leiðbeint á námskeiðum sem ÍTR (Hitt húsið) hefur boðið upp á. Undanfarið hálft ár hefur Edda unnið sem leiklistarráðunautur og kynningarfulltrúi á Sólheimum í Grímsnesi og unnið margvísleg leiklistarstörf með fötluðum og ófötluðum þar ásamt því að upplýsa almenning á Íslandi um það hugsjónarstarf sem þarna fer fram. Sérsvið Eddu er framkoma og sjálfsöryggi, sjálfstraust, fjölmiðlaþjálfun og mannleg samskipti.

HÚMOR og HAMINGJA á vinnustað – dauðans alvara!

Öll viljum við öðlast hamingju! Húmor er einstakt tæki til að auka á hamingju okkar og það er mjög áhrifaríkt að beita húmor í samskiptum ef hann er rétt notaður. Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að húmor  í daglegum samskiptum hjálpar fólki að takast á við allskonar uppákomur, leysa úr vandamálum og minnka streitu og húmor auðveldar einstaklingum að sjá jákvæðari hliðar lífsins. Starfsánægja eykst þar sem fólk brosir og hlær saman. Að beita uppbyggilegum húmor styrkir einnig ónæmiskerfið og forvitnilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að húmor og hlátur lækni ótrúlegustu sjúkdóma. Góð heilsa er það sem flest okkar kjósum til að auka lífsgæði okkar. Við getum haft mikil áhrif á heilsufar okkar með því að rækta okkur sjálf og næra andann. Húmor í lífi og starfi er á allan hátt uppbyggilegur og nærandi.

Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS