Jói G

Jói G útskrifaðist með BA gráðu í leiklistar og kvikmyndafræðum frá University of Hartford, Connecticut árið 1994. Hann hefur unnið sem atvinnudansari, tónlistarmaður og leikari um árabil. Hann hefur leikið í um þrjátíu leikritum hér á landi og erlendis, m.a., Hárinu 1994, Superstar, Stonefree, Litli Kláus og Stóri Kláus, Fiðlarinn á Þakinu, Grease 1998, Mávahlátri, Feitir Menn í Pilsum, Pétri Pan, Fegurðardrottningunni frá Línakri, Vorið vaknar, Kryddlegnum hjörtum, barnaleikritinu Honk og Hárinu 2005. Jóhann hefur leikið í þónokkrum kvikmyndum, þar ber helst að nefna Nonna og Manna, Sódóma, Stuttur Frakki, Dansinn, Englar alheimsins, Strákarnir okkar, When Children Play in the Sky og Flags of Our Fathers. Jóhann hefur einnig gert ýmislegt fyrir sjónvarp, m.a. leikið í þremur áramótaskaupum, árin ´96, ´01 og ´02. Hann hefur leikstýrt Dirty Dancing, Made in USA og Sólsting hjá Verslunarskóla Íslands. Í fjögur á var hann umsjónarmaður Stundarinnar okkar.

Jói G tekur að sér veislustjórn og skemmtanir af öllu tagi. Hann getur fengið með sér undirleikara eða verið með músik af disk. Hann grínast, dansar, syngur og stjórnar leikjum. Hann skemmtir bæði einn og með öðrum, að neðan eru einstaklingar sem hann hefur skemmt með.
Atli Þór Albertsson, Gunni Helga, Björgvin Franz, Dóri Gylfa, Felix Bergsson, Hallgrímur Ólafssson, Gói, Jóhannes Haukur ofl.

Hér má sjá brot úr atriði Jóa sem kallast “Saga dansins”