Sveinn Waage

In by admin

Sveinn Waage er einn af reyndari skemmtikröftum landsins. Hann vann fyrstu “Fyndnasti maður Íslands” árið 1998 eftir harða keppni við marga landsþekkta skemmtikrafta. Eftir að hafa unnið keppnina og fengið þennan titil á bakið gerði Sveinn lítið annað næstu árin en að sinna uppistandi, veislustjórn og vinna við auglýsingaleik og lestur. Sveinn hefur komið oft fram í sjónvarpi, skemmt í flest öllum framhalds- og háskólum landsins og er fastagestur í mörgum þeirra ásamt því að koma reglulega fram hjá ýmsum fyrirtækjum og samtökum sem ýmist uppistandari eða veislustjóri. Þessi Eyjapeyji þykir fjölhæfur grínisti sem á auðvelt með að skemmta mismunandi hópum, konum, körlum frá grunnskólaaldri og uppúr. Hann hefur einnig skemmt útlendingum á ensku við ýmis tækifæri og leggur metnað sinn í að vera með gamanmálin sem allra mest um líðandi stund. Sveinn Waage hefur haldið sér í fantaformi undanfarin misseri og verður bara betri með árunum