Bjartmar Þórðar

In by admin

Bjartmar Þórðar er söngvari, leikari og vanur veislustjóri.

Hann leggur áherslu á létta og hlýlega stemningu þar sem er stutt í grínið, sem og persónulega þjónustu þar sem þarfir veisluhaldarans eru hafðar í fyrirrúmi.

Hann á mikið magn skemmtiatriða á lager sem henta fjölbreyttum aldurshópum, íslenskum, erlendum eða blönduðum.

Í skemmtiatriðum leggur hann einna helst áherslu á vinsæl lög sem flestir þekkja, allt frá 7. áratugnum til dagsins í dag og hægt er að stilla dagskrána af í samræmi við það sem hentar hverju sinni, allt frá smærri einkasamkvæmum til stærri árshátíða.