Helgi Steinar

In by admin

Helgi Steinar Gunnlaugsson hóf ferilinn sinn sem uppistandari í Kína árið 2014 þar sem hann skemmti reglulega fyrir útlendingum og heimamönnum, bæði á ensku og kínversku. Fyrstu árin sín þar fór hann fljótlega að túra og kom fram meðal annars í Peking, Shanghai, Ningbo, Suzhou og Dalian. Á þeim tíma lenti hann í ýmsum ævintýrum, meðal annars að hafa verið yfirheyrður af kínversku lögreglunni útaf pólitíska efninu sínu. Hann yfirgaf Kína árið 2016 og hefur stöðugt verið að stunda uppistand síðan þá.

Þrátt fyrir fjarveru sína hefur Helgi alltaf verið með annan fótinn á Íslandi. Hann hefur meðal annars komið fram hjá Loga í Beinni og skipulagði jóla-uppistandssýningu í Tjarnarbíó árið 2015 með helstu grínistum landsins. Hann mætir reglulega á tilraunakvöldum sem haldin eru á Gauknum og hefur einnig skemmt í veislum og árshátíðum.

Seinastliðið ár var Helgi Steinar búsettur í Skotlandi, þar sem hann kom fram í borgum eins og Glasgow, Dundee, Aberdeen og Edinborg. Í ágústmánuði 2017 frumflutti Helgi klukkutíma-uppistandssýningu sína “Stateless” á Edinborgar Fringe grínhátíðinni og var uppselt á 7 af 8 sýningum hans. Reynsla hans á uppistandsklúbbum í Bandaríkjunum, Kína, Bretlandi og á Íslandi hafi gefið honum einstakt innsæi inn í þau pólitísku og samfélagslegu málefni sem brenna á hjörtum margra.

Helgi Steinar er nú fluttur aftur til Íslands og hægt er að bóka þennan alheims-skemmtikraft fyrir hvaða tilefni sem er.

Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS