Borgardætur

In by admin

Söngtríóið Borgardætur kom fyrst fram á Hótel Borg á sumardaginn fyrsta 1993. 

Söngkonurnar Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir stofnuðu til samstarfs, ásamt píanóleikaranum og útsetjaranum Eyþóri Gunnarssyni, í þeim tilgangi að setja saman dagskrá byggða á lögum hinna bandarísku Andrews systra. Dagskráin sló í gegn og næstu ár á eftir var tríóið áberandi í íslensku tónlistarlífi, hélt tónleika víða um land og gaf út þrjá geisladiska, Svo sannarlega (1993), Bitte nú (1995) og Jólaplötuna (2000).

Frá útkomu hinnar rómuðu Jólaplötu hafa Borgardætur haldið jólatónleika í desember við frábærar undirtektir.

Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS