Þorsteinn Guðmundsson er leikari, grínisti, uppistandari, nemandi í sálfræði við Háskóla Íslands og verkefnisstjóri hjá Bataskóla Íslands. Þorsteinn hefur flutt fjölda fyrirlestra í gegnum tíðina, bæði í gamni og alvöru, meðal annars í Þjóðfræðideild Háskóla Íslands, haldið úti námskeiðum í uppistandi og kennt námskeið í persónusköpun í Listaháskóla Íslands.

Hálftími af húmor!Fjarfundanámskeið

Dagskrá á netinu. Þetta er sambland af fræðslu um húmor, sögu húmors og pælingum um húmor út frá sálfræðilegum sjónarhól, smá uppistandi og virkri þátttöku áhorfenda í fjarfundabúnaði. Ætti að vera upplagt sem smá tilbreyting í hádeginu eða síðdegis hjá fyrirtækjum eða félögum. Dagskráin er flutt í gegnum fjarfundabúnað eins og Zoom eða Microsoft Teams og hámarksfjöldi þátttakenda er 20 manns.

Ég er mín eigin gamanmynd –Um Húmor, hlátur og örvun á framleiðslu brjóstamjólkur.

Um 15-20 mín. Fyrirlestur um húmor og hlátur með glærum. Lauslega farið í gegnum sögu húmors í mannkynssögunni, kenningar um húmor, húmorsstíla og hvaða áhrif húmor hefur á líf okkar. Þá er einnig fjallað um hlátur, eðli hans, gildi í mannlegum samskiptum og hvaða áhrif hlátur getur haft á líðan okkar. Fyrirlesturinn er í léttum dúr og byggir á reynslu fyrirlesara og þekkingu úr leiklist, uppistandi og sálfræði.

Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS