Span

In by admin

Hljómsveitin SPAN er ballsveit sem leikur tökulög úr ýmsum áttum, bæði gömul og ný, sem henta vel til flutnings á hverskyns dansleikjum, á árshátíðum, í brúðkaupum, á þorrablótum og í einkasamkvæmum af öllum stærðum og gerðum.

Span leikur m.a. lög sem flutt hafa verið af hljómsveitum/tónlistarmönnum eins og Bítlunum, Abba, Kings Of Lion, Elvis Presley, Whitesnake, CCR, Maroon 5, Bryan Adams, og auðvitað fullt af lögum eftir frábærar íslenskar hljómsveitir/tónlistarmenn. Hljómsveitin vinnur einnig að eigin lagasmíðum.

Í Span eru reynsluboltar í tónlist og hefur hljómsveitin yfir að ráða öflugu hljóðkerfi og ljósum.

Hljómsveitina skipa:
Jón Gunnar Þórarinsson – söngur/gítar
Davíð Valdimarsson – gítar/bakraddir
Marinó Önundarsson – bassi
Stefán Örn Sveinsson – Trommur