Góðir Landsmenn

In by admin

Góðir Landsmenn hefur spilað víða síðan 2005. Þetta 6 manna band er með hefðbundna hljóðfæraskipan auk söngvara og söngkonu. Aldur meðlima er frá 28 ára til 45 ára og hafa þau öll mikla reynslu af alls kyns spilamennsku.

 

Lagaval er mjög fjölbreytt og frá ýmsum tímum allt frá Bítla og Stones stöffi til AC/DC, einnig má nefna töluvert af 80´s, diskó, Abba, Blondie, Jakson 5, Meatloaf, Whitesnake o.fl o.fl, að ógleymdum vel völdum íslenskum lögum. Góðir Landsmenn leggja áherslu á að geta skemmt öllum aldurshópum og að á böllum sé mikið stuð.