60 MÍNÚTNA TVÍSKIPTUR FYRIRLESTUR

Hvað geta fyrirtæki (hópar) lært af samstöðu, dugnaði og vináttu leikmanna landsliðsins í fótbolta sem hefur staðið sig frábærlega undanfarin ár? Hvaða gildi eru við lýði, hvernig efla leikmenn liðsheildina, hvernig verða menn leiðtogar og hver eru skilaboð þjálfarans?

(30 mín – myndir, myndbönd, sögur)

Hvað ert þú að gera dags daglega til að standa þig betur innan liðsheildarinnar? (á vinnustaðnum) Hvernig vinnurðu í sjálfum þér og hvaða litlu hlutir alla daga skipta mestu máli? Hversu margir þora að skora sjálfa sig á hólm til þess að öðlast sjálfstraust og vera frábær vinnufélagi? (30 mín)V

60 mínútna fyrirlestur um það hvernig Lars Lagerback og Heimi Hallgrímssyni tókst að búa til afrekshóp úr leikmönnum sem voru jafnvel í basli með sínum félagsliðum. Hver er lykillinn að sterkri liðsheild og hvað höfðu þjálfararnir fram að færa? Hvernig er hægt að sannfæra einstaklinga um að þeim standi allir vegir færir? Og hvert var mesta framlag Svíans til íslenskrar knattspyrnu. Lærdómsríkt fyrir stjórnendur fyrirtækja.

60-80 mínútna fyrirlestur um það hvernig við getum bætt okkur flestum sviðum. Sannar sögur, hvetjandi myndbönd, vitnað í bækur  og rætt um markmiðasetningu, hjól lífsins (sjálfspróf) og fleira sem hreyfir við metnaðargjörnum einstaklingum. Fjöldi fólks fer ,,sofandi“ í gegnum lífið, efast um sig sjálft en er í raun stútfullt af orku og hæfileikum sem það kann ekki að leysa úr læðingi. 

45 mínútna fyrirlestur fyrir krakka á aldrinum 9-13 ára um mikilvægi þess að hjálpa öðrum, leggja sig fram og sýna öllum góðvild. Vitnað er í afreksfólk úr heimi íþróttanna sem segir hvers vegna það náði árangri. Tekið er á stríðni og fjallað um litlu hlutina dags daglega sem breyta lífi krakkanna. Myndir, myndbönd, sannar sögur.

90 mínútna fyrirlestur sem byggir á myndum og myndböndum sem eru tekin á bak við tjöldin hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu undanfarin fimm ár. Og sagðar sögur sem komu m.a. fram í bókinni Íslenska kraftaverkið. Hver vill ekki sjá inn í búningsklefa rétt fyrir leik, hvað leikmenn gera á æfingum og hvernig þeir drepa dauða tímann á hótelinu? Hvað gerði Heimir þjálfari eftir sigurinn á móti Englandi? Sjón er sögu ríkari! 

Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS