Charlotte Bøving

In by admin

Kabaretinn “Þetta er lífið… og om lidt er kaffen klar“. Óður til lífsins; hugleiðingar, sögur og söngur í flutningi Charlotte Bøving. Undirleikari Pálmi Sigurhjartarson. Charlotte fjallar um hið margslungna lífshlaup af hjartans einlægni. Hún segir frá á íslensku, á milli þess sem hún syngur, á dönsku, kvæði eftir Benny Andersen, Piet Hein, Tove Ditlevsen, Halfdan Rasmussen, Jóhann Sigurjónsson ofl.

Charlotte og Pálmi geta tekið 20 mínútna skemmtiatriði eða klukkutíma atriði úr sýningunni.

Charlotte Bøving er Reykvíkingum að góðu kunn enda hefur hún dvalið hér í bænum í nær áratug með hléum. Hún á að baki glæsilegan feril í dönsku leikhúsi og hlotið þar mörg verðlaun fyrir leikafrek sín. Charlotte var tilnefnd til Grímunnar fyrir einleik sinn um hina Smyrjandi Jómfrú árið 2003. En það var árið 2007 sem hún hlaut Grímuna sem besta leikkonan í aukahlutverki fyrir framistöðu sína í ”Hinni ófögru veröld” í uppfærslu LR.
Fyrir Kaberetinn ”Þetta er lífið” var hún tilnefnd til Grímunnar sem besti söngvari 2011.

Charlotte hefur auk þess sem að framan greinir starfað sem leikstjóri og samið leikverk ýmist sjálf eða með öðrum.

Gagnrýni um sýninguna “Þetta er lífið “:

,,Ein klukkustund af hlýju skopskyni, einlægni og djúpum pælingum um tilveruna og hversdaginn. Dúnmjúk rödd, framúrskarandi músíkalitet og gleði yfir því að vera til snerti marga strengi í hjartanu.  Ekki missa af þessu!”
Bergþór Pálsson.
,,Rauði þráðurinn er núið, ekki minningar og bið, heldur núið!”
E.B.Fréttablaðið.
,,Charlotte hefur sviðsnærveru sem fyllir hvern krók og kima í leikhúsinu … svíkur engan í lífssöng sínum í Iðnó.”
E.B.Fréttablaðið.

,,Menntskælingar sem misst hafa áhugan á danskri tungu… ættu að íhuga að kíkja í Iðnó. Danskan getur nefnilega verið alveg fjandi falleg.”
K.H.H. Fréttatíminn.