Herdís Pála er mjög reyndur fyrirlesari. Hún hefur frá árinu 2000 haldið fjöldann allan af fyrirlestrum fyrir alls kyns hópa og félög, á bilinu 15-300 manns í einu, og eru það orðin þó nokkuð mörg þúsund manns sem hafa setið fyrirlestra hennar.

Hún hefur einnig talað á ráðstefnum erlendis og er því ekkert mál að fá hana til að vera með fyrirlestra á ensku.

Hún notar menntun sína og reynslu, í starfi og af lífinu, til að halda fyrirlestra af uppbyggjandi og jákvæðum toga, með það að markmiði að kveikja í hverjum og einum einstaklingi neista og löngun til að verða það besta sem hann getur orðið, bæði í leik og starfi.

Þá skiptir engu hvort viðkomandi er að vinna að því að verða betri stjórnandi, samstarfsfélagi eða lifa innihaldsríkara lífi.  

Nokkur dæmi um heiti fyrirlestra, flesta er hægt að útfæra í mismunandi lengd, eftir þörfum hverju sinni:

  • 360° árangur, í leik og starfi, byggður á því að vera leiðtogi í eigin lífi (e. Self-Leadership)
  • Að vera 360° leiðtogi
  • Að vera góður samstarfsfélagi
  • Að vera leiðtogi í eigin lífi
  • Erindi til forstjóra framtíðarinnar
  • Ert þú dúfa, ugla, svanur eða páfugl, í landi mörgæsa?
  • MidLife Crisis eða MidCareer Crisis
  • Orkustjórnun – frekar en tímastjórnun
  • Vinnustaður framtíðarinnar er þar sem þú vilt, þegar þú vilt