Ragnhildur Vigfúsdóttir er markþjálfi (PCC) með MA í sögu og safnfræðum frá NYU, diploma í starfsmannastjórnun og í jákvæðri sálfræði frá EHÍ, Certified Designing Your Life Coach og Certified Dare to Lead™ Facilitator. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök og haldið vinnustofur og námskeið um sterkari teymi, stjórnendaeflingu og það hvernig hægt er að hanna líf sitt.

Hvort viltu vera gleðigjafi eða fýlupúki?

Fyrirlesari leitar í kistu jákvæðrar sálfræði og kynnir ýmsar leiðir til að auka hamingju og vellíðan í lífi og starfi.

Tíu leiðarvísar að farsælu lífi

Rannsóknir Dr Brené Brown hafa leitt í ljós hvað einkennir fólk sem lifir farsælu lífi. Erindið er byggt á metsölubókinni The Gifts of Imperfection.

Betra er illa gert en ógert

Við erum ófullkomin – og það er í lagi. Hættum að upphefja það að vera önnum kafin. Gefum efstastiginu frí – og njótum lífsins á afslappaðri hátt.