Svavar Knútur

In by admin

Svavar Knútur, söngvari hljómsveitarinnar Hrauns, hefur undanfarin ár getið sér gott orð bæði sem listamaður og skemmtikraftur. Bæði frumsamin lög og falleg og skemmtileg tökulög prýða efnisskrá hans. Svavar kemur yfirleitt fram einn með gítar eða ukulele. Hann gaf út plötuna Kvöldvöku árið 2009 og Ömmu 2010 og hefur fengið frábæra dóma fyrir bæði plöturnar og framkomu á tónleikum.