Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs

In by admin

Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs eru hjón með fjölbreytta efnisskrá sem þau aðlaga að þeim hópum sem þau skemmta. Hvort sem þið viljið hugljúfa og róandi tóna, hressandi lög, dramatísk stórsöngvaralög eða allt þetta. Þau syngja bæði og Karl leikur undir jöfnum höndum á píanó og gítar.
Karl hefur verið tónlistarstjóri á mörgum stórum tónlistarviðburðum og meðal annars hjá Frostrósum í mörg ár. Sigga hefur starfað við fjölda leiksýninga, sungið á stórtónleikum, og í sjónvarpi. Saman hafa þau stýrt tónleikum, veislum og ýmsu skemmtanahaldi og hlotið lof fyrir.
Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS