Márar

In by admin

Hljómsveitin Márar er úthaldsgóð og glaðbeitt danshljómsveit skipuð reynsluboltum sem allir hafa spilað í hljómsveitum frá barnsaldri. Hún hefur vakið athygli fyrir vandaðar útfærslur á vinsælum smellum níunda áratugarins (80s) og vílar ekki fyrir sér að ráðast á garðinn þar sem hann er hvað hæstur. Márar er þétt band sem spilar jöfnun höndum allt frá Bowie til Duran og Depeche Mode en telur líka í taktföst og fjörug Spilverks og Stuðmannalög. Þetta er hljómsveitin sem árshátíðarreynsluboltinn Logi Bergmann pantaði í fimmtugsafmæli sitt. Í Márum eru þeir Róbert Marshall, Þór Freysson, Hersir Sigurgeirsson, Pétur Kolbeinsson og Gunnar Þorsteinsson.