Húshljómsveitin

In by admin

Húshljómsveitin, ásamt hinum frábæru söngvurum þeim Eyþóri Inga Gunnlaugssyni og Maríu Ólafsdóttur, tekur að sér að spila á árshátíðum, þorrablótum, í afmælum og í raun á hvaða mannfögnuði sem er.

Hljómsveitin er þó talsvert frábrugðin mörgum öðrum hljómsveitum sem spila gjarnan á mannfögnuðum sem slíkum en það er vegna þess að hún getur brugðið sér í allra kvikinda líki og spilað allar tegundir tónlistar. Hljómsveitin samanstendur af reynslumiklum hljóðfæraleikurum sem hafa komið víða við.

Þessi hópur tónlistarmanna getur því spilað til dæmis:

  • Dinnertónlist.
  • Tónleikaprógram.
  • Leikið fyrir dansi /Ball.
  • Sérútbúnar lagasyrpur
  • Hljómsveitin getur í raun spilað hvað sem er, það fer allt eftir því hvað skemmtanahaldarar vilja fá.

 

Eins og fyrr segir þá eru þau Eyþór Ingi Gunnlaugsson og María Ólafsdóttir söngvarar sveitarinnar en þó hafa fleiri þjóðþekktir söngvarar komið fram með sveitinni. Það er því í boði að fá fleiri söngvara í verkefni ef óskað er eftir því.

 

Hljómsveitin sérhæfir sig í að setja upp ýmiskonar show eins og fram kemur hér að ofan og getur fengið þá gestasöngvara sem óskað er eftir. Hljómsveitin tekur að sér að útbúa skemmtiatriði og sérútbúnar syrpur, svo sem eins og óskalaga-syrpu starfsmanna og þess háttar. Þannig að þeir aðilar sem bóka hljómsveitina geta í raun fengið sérhannaða tónlistarveislu á sinn mannfögnuð. Um er að ræða hóp tónlistarmanna sem sérhæfir sig að setja upp fagleg tónlistaratriði í hinum ýmsu formum líkt og fram kemur hér að ofan.