Ef lífið væri söngleikur

In by admin

Ef lífið væri söngleikur
Söngleikjatónleikar á heimsmælikvarða. 

Fjórir leikarar stíga beint af leiksviðinu og flytja ódauðleg lög úr söngleikjum sem áhorfendur hafa grátið yfir og hlegið með. Þau Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Eir, Orri Huginn Ágústsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa öll farið á kostum í söngleikjauppfærslum og leikritum síðustu árin og nú síðast í Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu. Þau hafa þú sameinað krafta sína og bjóða upp á tónleikaröð með söngleikjum í Salnum Kópavogi og Hofi Akureyri sem nefnist Ef lífið væri söngleikur.
Hægt er að panta atriði frá hópnum í veisluna hvenær sem er. Þau eru með píanóleikara á sínum snærum og geta boðið upp á nær hvaða stemningu sem er, hvort sem það eru klassísk lög sem allir þekkja, eða nýrri perlur sem kitla hláturtaugarnar.

Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS