Helga Möller

In by admin

Helga Möller er flestum Íslendingum kunn fyrir söng sinn í gegnum árin. Hún var einn af fyrstu Eurovision förum okkar með Gleðibankann eins og frægt er og eins hefur hún verið kölluð diskódrotting okkar Íslendinga og jólaröddin svo eitthvað sé nefnt.
Helga er enn á fullu að synga og rekur eigin „hljómsveit“ ásamt Birgi Jóhanni Birgissyni og eru þau með mjög breitt lagaval sem hentar öllum aldurshópum. Þau taka að sér að koma í stór sem lítil samkvæmi eins og brúðkaup, afmæli, árshátíðir og fleira. Einnig taka þau að sér að spila og synga í krikjunni við brúðkaup.
Einnig er Helga með frábæra 30 mín skemmtidagskrá sem samanstendur af uppistandi ( sem kom alveg óvart að hennar sögn) og söng. Um er að ræða dagskrá sem sniðin er eftir þörfum hvers og eins en uppistaðan er diskólög, róleg lög og fleira þar sem Helga leyfir gestum að taka þátt í dagkránni. Eitthvað sem klikkar aldrei. Helga kemur sjálf með lítið kerfi sem passar vel í heimahús og minni sali en getur einnig útvegað stærra kerfi ef á þarf að halda.
Ekki má gleyma jólalögum Helgu sem hafa hljómað á heimilum landsmanna um árabil en hún kemur í heimahús, getur séð um söng á jólahlaðborðum, skemmt í verslunum fyrir jólin o.s.frv. og það eru ekki margir með eins mikla reynslu og hún að stjórna jólaböllum fyrir fyrirtæki og starfsmannafélög. Helga getur útvegað frábæra tvo jólasveina.

Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS