Góðir Hálsar

In by admin

Gítardúóið “Góðir Hálsar“.

Góðir Hálsar spila þægilega jazztónlist sem að hentar vel sem bakgrunnstónlist við ýmis tækifæri.

Meðlimir Góðra hálsa eru: Þorgils Björgvinsson og Þorkell Guðjónsson.

 

Um Þorgils:

Þorgils hefur leikið á gítar frá því að hann var 12 ára.

Hefur numið gítarleik í Tónlistarskóla FÍH, er þó ekki útlærður þaðan, kennt á gítar frá árinu 1991 þó með einhverjum hléum.

Leikið með hinum ýmsu hljómsveitum bæði á Íslandi og Danmörku ma. Sniglabandinu, Ný dönsk, Stútungum, Suðurjótlensku Sinfóníjuhljómsveitinni, So What ofl. Hefur einnig spilað undir hjá hinum ýmsu tónlistarmönnum s.s. Ragga Bjarna, Björgvin H. Halldórssyni, KK, Agli Ólafssyni ofl.

 

Um Þorkel:

Þorkell hefur leikið á gítar frá því að hann var 9 ára.

Þá hóf gítarnám sitt í Tónskóla Sigursveins. Færði sig svo á unglingárunum yfir í Tónlistarskóla FÍH í nokkur ár.

Árið 2004 hóf Þorkell aftur nám við Tónlistarskóla FÍH og stundar þar nám á framhaldsstigi.

Þar hefur hann verið í samspilshópum og komið fram á tónleikum tengt því.

Þorkell hefur spilað  hinum ýmsu samkvæmum, t.a.m brúðkaupum og afmælum með hinum og þessum skemmtikröftum.