Villi naglbítur

In by admin

Veislustjórinn.
Villi hefur margra ára reynslu af veislustjórn og framkomu fyrir stærri og smærri hópa, Sem veislustjóri er Villi One stop shop. Stýrir dagskrá, spilar á gítarinn, syngur, stjórnar spurningakeppni og heldur uppi hörku stuði og stemmingu.  Villi hefur verið veislustjóri hjá stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins og er fastur liður í dagskrá margra fyrirtækja ár eftir ár.
Stakt atriði í dagskrá.
Villi mætir með kassagítarinn og spjallar og spilar. Hann segir skemmtilegar sögur og rúllar stutt yfir tónlistarsöguna áður en hann leiðir hópinn í hörku hópsöng og stuð með sjálfboðaliða uppá sviði sem fá óvænt hlutverk og fá að kynnast lífi rokkstjörnunnar.
Lengd ca. 25 mínútur.
Vinnustaða pub-quiz.
Villi hefur margra ára reynslu af því að stýra spurningaþáttum. Goðsagnakenndi spurningaleikurinn Nei hættu nú alveg var á dagskrá Rásar 2 í mörg ár og síðustu ár hefur hann verið spurningahöfundur og dómari í Gettu betur. Það er óhætt að fullyrða fáir hafi meiri reynslu af spurningakeppnum en hann.
Lengd pub-quizins er ákveðin í samráði við hópinn. 
Það er óhætt að segja að Villi sé með mörg járn í eldinum og nýtur sín hvergi betur en uppá sviðið að spjalla við og hreyfa salinn með sér.