Ebba Sig

In by admin

Ebba Sig er uppistandari, leikkona, veislustjóri og söngkona sem útskrifaðist úr leiklistaskólanum Rose Bruford árið 2015. Undanfarið ár hefur hún getið sér gott orð fyrir uppistand á kaffihúsinu Kaffi Laugalækur og Hard Rock Café. Uppistandið hennar er þekkt fyrir að vera hreinskilið og hentar fólki á öllum aldri. Sem veislustjóri býður Ebba uppá uppistand, söng og einnig skemmtileg pub quiz. Hún syngur nánast hvað sem er og getur gert eftirhermur af Marilyn Monroe, Janis Joplin og getur einnig rappað ef það á við. Ef þig vantar hressan stuðbolta sem gerir allt með bros á vör og hefur húmorinn í fyrirrúmi þá er Ebba veislustjórinn fyrir þig.