Kaffibrúsakallarnir

In by admin

KAFFIBRÚSAKARLARNIR

– SÝNISHORN úr SÝNINGU –
Stanslaus Steypa stuð & áhyggjulaus hlátur

Í ALLT SUMAR
(17. maí til 21. júlí)



COMEBACK ALDARINNAR
Eins og alþjóð veit sneru þessir fyndnustu gríniðnaðarmenn Íslandssögunnar aftur (& fram) í sýningu Austurbæjar
„Kaffibrúsakarlarnir snúa aftur”
á dögunum ásamt Helgu Brögu, Lalla töframanni, loftfimleikafólki, limbódönsurum, spákerlingum & svifdrekaflugköppum & slógu (aftur) svo rækilega í gegn, 40 árum eftir að þeir hurfu nær sporlaust úr sviðsljósinu, að þeir njóta enn áfallahjálpar …

Sýningin er nú farin í sumarfrí
uns þráðurinn verður tekinn upp að nýju í haust …

… en þessir bjálfar hafa aldrei lært að fara í frí & vegna ótal áskorana munu
Kaffibrúsakarlarnir gefa kost á „sýnishorni úr sýningu” í sumar
& FLYTJA STUTT ÚRVAL FYNDNUSTU ATRIÐA SÝNINGARINNAR Í AUSTURBÆ

– gerið ykkur dagamun & farið skæælbrosandi & skellihlææjandi inn í helgina –

40 ár liðin frá því að
KAFFIBRÚSAKARLARNIR SLÓGU Í GEGN
í sjónvarpinu

Árið 1973 var brotið blað í sögu íslensks sjónvarps er tveir óþekktir skemmtikraftar birtust á sjónvarpsskjám landsmanna og slógu svo rækilega í gegn að þeir urðu landsfrægir á einu kvöldi. Drukku þeir kaffi úr brúsum og skiptust á fáránlegum athugasemdum um hérumbil ekki neitt. Og drukku svo enn meira kaffi. Raunar var kaffiþamb þeirra svo hóflaust að áhorfendur höfðu frumkvæði að því að gefa þeim nafnið Kaffibrúsakarlarnir.

Kaffibrúsakarlarnir áttu fádæma góðu gengi að fagna á öndverðum áttunda áratugnum og þóttu ómissandi allsstaðar sem vekja skyldi hlátur. Þó stöldruðu þeir kynlega stutt við í sviðsljósinu og árið var tæpast liðið er þeir komu öllum á óvart, skrúfuðu tappann í brúsann, og hurfu af sjónarsviðinu.

Ekki var brotthvarf þeirra þó með öllu sporlaust því mála sannast er að persónur þeirra náðu að grafa sig svo rækilega í vitund áhorfenda að þrátt fyrir fjarveru í heila fjóra áratugi hafa þeir lifað góðu lífi með þjóðinni. Og enn hlæja þrjár kynslóðir sig máttvana er klassísk örsamtöl þessara óborganlegu grínyrkja hljóma niðursoðin af kaffiplötum á öldum ljósvakans.

page154_2