Hálftími af húmor!

In by admin

Þorsteinn Guðmundsson býður upp á dagskrá á netinu sem kallast „hálftími af húmor“. Þetta er sambland af fræðslu um húmor, sögu húmors og pælingum um húmor út frá sálfræðilegum sjónarhól, smá uppistandi og virkri þátttöku áhorfenda í fjarfundabúnaði. Ætti að vera upplagt sem smá tilbreyting í hádeginu eða síðdegis hjá fyrirtækjum eða félögum. Dagskráin er flutt í gegnum fjarfundabúnað eins og Zoom eða Microsoft Teams og hámarksfjöldi þátttakenda er 20 manns.

Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS