Stjörnubjart

In by admin

Stjörnubjart er krúttlegur og kraftmikill dúett eða tríó þegar svo ber undir. Við virðum engin landamæri tónlistar og látum okkur fátt músíkalskt óviðkomandi. Hvort sem það eru þjóðlög, country-lög, Bítlalög eða perlur úr ranni Michael Jackson, þá má búast við því að við gerum atlögu að þeim með okkar nefi og tökum cross-over leiðina á milli tónlistarstíla.

Þegar líður að jólum færum við okkur því yfir í hugljúfa skammdegistónlist með jólalegu ívafi. Fyrir jólin 2015 kom út geisladiskurinn Stjörnubjart og er jólatónlistin sem við flytjum í þeim anda. Tónlistin á Stjörnubjart er lágstemmd, klædd í snjó við yl frá kertaljósi. Vetrarstemmningin er aldrei langt undan. Það örlar á þjóðlaga- og sveitastíl sem og norrænum áhrifum með afturhvarfi til gamla tímans.

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Sváfnir Sigurðarson, gítarleikari og söngvari ásamt fleiri tónlistarmönnum bjóða þá stjörnubjarta tónlist og fara vítt og breitt þar sem jólin koma við sögu og gera jólalegt með tónmáli.

Tóndæmi HÉR

Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS