Bragi Árnason er leikari, söngvari, spilar á gítar og fiðlu. Hann nam leiklist í London og hefur unnið þar og hérlendis við að skemmta og veislustýra á fólksfögnuðum og samkomum. Hann er einnig frábær eftirherma, líkir eftir þekktu fólki í uppistandi og tónlistarfólki í söngflutningi. Sem trúbador flytur hann tónlistaratriði í veislum og stíllinn er margbreytilegur eftir þörfum, popp, jazz, r ´n´ b eða óskalög gesta. Hann hefur breitt raddsvið, er tenór en getur flogið auðveldlega hátt upp á falsettuna ef því er að skipta.
