Benedikt Erlingsson er landsþekktur leikari, leikstjóri og skemmtilegur með eindæmum. Hann tekur að sér veislustjórn og skemmtanir af öllum gerðum.
Benedikt er sögumaður og fyrrum sjónvarpstrúður. Hann er einnig tvöfaldur norðurlandameistari í kvikmyndagerð. Og margverðlaunaður leikari og leikstjóri.
Sem veislustjóri mun hann gera sitt besta til að vera ekki óskemmtilegur. Honum hentar ágætlega þjóðleg þemu. Getur sungið rímur og flutt brot úr Völuspá ef eftirspurn er eftir slíku. Hann getur einnig verið alþýðlegur og jafnvel nútímalegur. Benedikt vill hlusta á salinn og þarfir veisluhaldara. Hann þarf ekki að að taka mikið pláss ef nóg er af skemmtan og framlögum en einnig getur hann fyllt upp í tómið sé það fyrir hendi.

