Kvartettinn Barbari var stofnaður árið 2014 og hefur verið virkur í alls konar söng síðan þá. Þeir syngja aðallega í svokölluðum barbarshop-stíl og sækja innblástur í hress og falleg lög frá Bandaríkjunum. Þeir eru með 10 laga prógram og geta sungið í allt að 40 mínútur í senn. Þar sem þetta er allt án undirspils tekur lítinn tíma að stilla upp og hefja söng, því hafa þeir oft tekið þátt í svokölluðum pop-up atriðum.
Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS