Gunnar Birgisson, tvítugur strákur frá Seltjarnarnesi og upprennandi tónlistarmaður. Hefur verið að semja tónlist í tvö ár og gaf út sitt fyrsta lag í ágúst síðastliðinn, Save Me. Lagið hefur fengið tæplega 12.000 flettingar á vefsíðunni Youtube og er spilað í útvarpi, þá helst á FM957, en lagið hefur fallið í frjóan jarðveg á þeirri útvarpsstöð.
Gunnar var í skemmti- og afþreyingarþættinum 12:00 í Verzlunarskóla Íslands sem hefur á seinustu árum notið mikill vinsælda, þá helst á meðal grunnskóla- og menntaskólanemenda. Nefndin gaf út nokkur lög sem urðu mjög vinsæl og í kjölfarið kom hún fram út um allt land og spilaði á fjöldan allan af böllum og öðrum viðburðum.
Gunnar hefur samið mörg lög og getur haldið uppi skemmtun. Lögin eru af ýmsum toga, sum eru róleg en önnur fjörugari og því mikil fjölbreytni í boði af lagavali. Gunnar kemur fram með gítar en einnig verður hann með undirspil við nokkur lög. Hann getur einnig spilað lög eftir aðra listamenn ef þess er krafist.
Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS