Magga Stína, er ein af okkar ástsælustu söngkonum og hefur lagt stund á tónlist frá unga aldri, allt frá fiðlunámi í æsku í Barnamúsíkskólanum í Reykjavík fyrir margt löngu til tónsmíða á fullorðinsárum.
Magga Stína túlkar eins og henni er einni lagið bæði sína eigin tónlist og annarra ýmist með einleikurum sem og fjöldanum öllum af hljómsveitum og hefur hún í gegnum tíðina fengist við tónlistina frá ótal hliðum.
Risaeðluna ,Polkahljómsveitina Hringi, fönkhljómsveitina Funkstrasse eða hið sígilda verkefni “Magga Stína syngur Megas” þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum og mætti ótal fleiri þeirra nefna.
Hún hefur sungið í leikhúsum,brúðkaupum, jarðaförum og afmælisveislum um árabil og sent frá sér sólóplötur, samið tónlist fyrir tónlistarhópa og kvikmyndir og er auðvitað víðfræg fyrir ógleymanlega dansleiki með Polkahljómsveitinni Hringjum.
Magga Stína hefur sungið inn á ótal barnaplötur, s.s Abbababb, Gilligill og Diskóeyjuna svo fáeinar séu nefndar.
Hún hefur starfað með börnum að tónlist um árabil.
Einnig hefur Magga Stína getið sér gott orð sem plötusnúður.