Okið undan sjálfum mér og Fimm leiðir til færni
Björgvin Franz þekkja flestir, hann hefur unnið sem leikari í yfir 24 ár og hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga fyrir störf sín í þágu sviðslista og sjónvarpsgerðar. Hann lauk Mastersnámi frá University of Minnesota árið 2015 með áherslu á aukna starfsánægju og leiðtogahæfni en fyrirlestur hans “Okið undan sjálfum mér”, sem Björgvin hefur haldið á yfir 30 vinnustöðum undanfarin ár, er einmitt byggður á því námi. Nýjasti fyrirlestur hans “Fimm leiðir til færni” leggur aukna áherslu á orkustýringu og fer markvisst í gegnum fimm rannsakaðar aðferðir til að ná sem bestum árangri í starfi með því að komast í aukið flæði, hafa meiri áhrif og nýta starfsorku á skilvirkan máta.
Okið undan sjálfum mér er hreinskilinn fyrirlestur þar sem leikarinn Björgvin Franz lýsir því hvernig hann náði að breyta eigin vinnubrjálæði yfir í innri ró og raunverulega starfsánægju. Hann veltir því upp hvernig maður nær þeim árangri að verða betri starfskraftur með því að eyða færri klukkustundum í vinnunni en meiri tíma með fjölskyldu vinum. Aðferðirnar sem Björgvin styðst við hafa verið notaðar til að þjálfa afreksíþróttafólk og forstjóra stærstu fyrirtækja heims til að öðlast betri árangri í sínu fagi sem og í lífinu.
Lengd fyrirlesturs: 30 – 45 mín
Fimm leiðir til færni (Mikilvægi þess að auka starfsánægju með Björgvini Franz)
Í þessum fyrirlestri fjallar Björgvin um fimm markvissar leiðir til að auka starfsánægju og flæði, hafa meiri áhrif og nýta starfsorku á skilvirkan máta.
Lengd fyrirlesturs: 30mín
Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS