Guðmundur Ólafsson leikari og rithöfundur tekur að sér veislustjórn. Hann er úrvalssöngvari og með eindæmum skemmtilegur og skeleggur veislustjóri og skemmtikraftur. Guðmundur var höfundur og leikari í einleiknum Tenórinn sem sýndur var við frábærar viðtökur fyrst i Iðnó og þá á Litla sviði Borgarleikhússins. Guðmundur starfar einnig sem rithöfundur og hefur m.a. fengið Íslensku barnabókaverðlaunin tvisvar sinnum. Guðmundur skrifaði og lék í Fornbókabúðinni og í fjölda bíómynda og áramótaskaupa.