Þórunn Erna Clausen & Soffía Karls

In by admin

Dúettinn Clausen & Karls skipa leikkonurnar Þórunn Erna Clausen og Soffía Karlsdóttir.
Þær koma fram ásamt hinum fjölhæfa tónlistarmanni Stefáni Erni Gunnlaugssyni.

Persónurnar Clausen & Karls eru tvær bráðhuggulegar og einstaklega brosmildar ungar konur sem hafa mikið dálæti á stemningunni og þeim stíl sem ríkti á árunum 1940-1960. Þær eru glæsilegar til fara, í tilheyrandi ballkjólum, með uppsett hár og fjaðrir og koma fram við öll tækifæri.

Þær láta sér þó ekkert óviðkomandi, taka á málefnum líðandi stundar og finna sniðugar lausnir á hinum ýmsu vandamálum sem að kunna hrjá fólk.
Clausen og Karls veita m.a. handhæg ráð í ástarmálum, barnauppeldi og almennum huggulegheitum.

Clausen & Karls bjóða upp á vandaða skemmtidagskrá og/eða veislustjórn. Dagskráin samanstendur m.a. af söng, uppistandi og vel völdum danssporum í anda gömlu Hollywood myndanna!

Þær flytja:

– Lög sem slógu í gegn í kringum seinni heimsstyrjöldina.
-Gömul, góð og þekkt íslensk lög frá árunum 1950-1980.
-Þekkt erlend lög í breyttum búningi.
-Nýleg og vinsæl íslensk lög.
-Þekktar lagasyrpur, þar sem allir geta sungið með.

Dæmi um samkomur og staði sem að Clausen & Karls heimsækja!

-Árshátíðir.
-Þorrablót.
-Brúðkaup.
-Konukvöld.
-Saumaklúbbar.
-Afmæli.
-Hátíðir og uppákomur.
-Ferðamannahópar.