Johnny King

Johnny King er Country goðsögn á Íslandi. Hann hóf feril sinn í kringum 1980 þá sem eftirherma Hallbjarnar Hjartarsonar og tók að sér að skemmta á hátíðum, á skemmtistöðum og svo framvegis. Hann fann svo löngun árið 1983 að hefja sinn eigin feril sem hann sjálfur, sem Johnny King og gaf út sína fyrstu plötu árið 1984 sem olli gríðarlegum vinsældum þá. Hann lék í kvikmyndinni Kúrekar Norðursins sem gefin var út árið 1984 um fyrstu kántrýhátíðina á Íslandi og fór hann þar á kostum.

Johnny King er þróaðasta eins manns band á landinu, með bestu mögulegu græjur og hljóðkerfi og hefur hann yfir 300 laga prógramm að spila úr sem hann hefur unnið sjálfur inn í borðið með ótal hljóðfærum sem hann sjálfur hefur spilað inn á til að fá hvað besta sound sem völ er á.
Hann er mestmegnis kántrý/Rockabilly hljómlistarmaður en hefur þó úr að moða mun víðara prógramm en svo ef vilji er fyrir hendi.

Johnny King er til bókunar í einkasamkvæmi af öllu tagi, á skemmtistaði, hátíðir, árshátíðir, brúðkaup og fyrir allt sem tengist skemmtunum.
Johnny King er kántrýtónlistarmaður af bestu sort og er meistari í að halda uppi stemningu mun lengur en flestir aðrir. Hann tengist gestum sínum, grínast, spjallar við þá og eru þeir virkir þátttakendur í skemmtanahaldi Johnny´s. En fyrst og fremst er hér alvöru fagmaður á ferðinni.