Bjarni Fritzson er eigandi sjálfstyrkingarfyrirtækisins Út fyrir kassann, sem heldur meðal annars námskeið fyrir stráka og stelpur, unglinga, ungt íþróttafólk og foreldra. Bjarni er rithöfundur og skrifaði meðal annars bókina Orri óstöðvandi sem sló rækilega í gegn fyrir jólin, þar á undan skrifaði Bjarni bókina Öflugir strákar. Bjarni er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, þjálfari 20 ára landsliðs Íslands og hefur hann unnið með fjöldan öllum af afreksíþróttafólki og félögum í að hámarka árangur sinn.

Bjarni býður upp á hvetjandi, fróðlega og skemmtilega fyrirlestra fyrir fullorðna, ungt fólk, krakka, foreldra og íþróttafólk . Hér að neðan má sjá dæmi um fyrirlestrana sem eru í boði hjá honum en einnig er hægt að fá sérsniða fyrirlestra.

Skapaðu rétta menningu á vinnustaðnum eða í íþróttafélaginu.

Efldu barnið þitt.

Efldu íþróttabarnið þitt.

Öflug ungmenni.

Leiðtogar framtíðarinnar.

Sjálfstraust og þitt allra besta.

Þetta snýst allt um skammtímamarkmiðin.

Einbeiting og truflandi hugsanir.

Mikilvægi mótlætis og mistaka í árangri.

Sjálfstyrking fyrir krakka.

Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS