Elísabet Ormslev

In by admin

Elísabet Ormslev er flestum landsmönnum kunnug eftir þátttöku sína í fyrstu þáttaseríu af The Voice Ísland (2015) þar sem hún kom sér heldur betur á kortið ásamt því að hafa flutt lagið “Á Ný” eftir Gretu Salóme í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2016 þar sem hún komst í úrslit. Elísabet hefur þó verið starfandi söngkona um árabil og hefur unnið með öllu helsta tónlistarfólki landsins; þar má nefna Gunnar Þórðarson, Stefán Hilmarsson, Grétar Örvarsson, Friðrik Ómar Hjörleifsson o.s.frv. Í dag starfar Elísabet sem sjálfstætt starfandi söngkona, söngkennari hjá Söngskóla Maríu Bjarkar og er að vinna að eigin efni.

Sendið fyrirspurnir á SNILLI@SNILLI.IS