19/10/2016 | Posted in:Fréttir

Þórunn Lárusdóttir er frábær veislustjóri og skemmtikraftur.

Syngur eins og engill, stjórnar eins og herforingi og er bráðfyndin og sniðug.

Hún hefur starfað við öll helstu leikhús landsins, í sjónvarpi og kvikmyndum.  Hún hefur mikla reynslu sem veislustjóri, er skemmtikraftur, söngkona og grínisti. Hún hefur mjög gott vald á ensku og hefur stjórnað fjölmörgum veislum á þeirri tungu, bæði hérlendis og erlendis. Hún leggur mikið upp úr því að hver veisla sé einstök, skemmtileg og sniðin að þörfum veisluhaldara!