Magga Stína

03/12/2017 | Posted in Fréttir | By

Magga Stína, er ein af okkar ástsælustu söngkonum og hefur lagt stund á tónlist frá unga aldri, allt frá fiðlunámi í æsku í  Barnamúsíkskólanum í Reykjavík fyrir margt löngu til tónsmíða á fullorðinsárum.

Magga Stína túlkar eins og henni er einni lagið bæði sína eigin tónlist og annarra ýmist með einleikurum sem og fjöldanum öllum af hljómsveitum og hefur hún í gegnum tíðina fengist við tónlistina frá ótal hliðum.

Risaeðluna ,Polkahljómsveitina Hringi, fönkhljómsveitina Funkstrasse eða hið sígilda verkefni “Magga Stína syngur Megas” þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum og mætti ótal fleiri þeirra nefna.

Hún hefur sungið í leikhúsum,brúðkaupum, jarðaförum og afmælisveislum um árabil og sent frá sér sólóplötur, samið tónlist fyrir tónlistarhópa og kvikmyndir og er auðvitað víðfræg fyrir ógleymanlega dansleiki með Polkahljómsveitinni Hringjum.

Magga Stína hefur sungið inn á ótal barnaplötur, s.s Abbababb, Gilligill og Diskóeyjuna svo fáeinar séu nefndar.

Hún hefur starfað með börnum að tónlist um árabil.

Einnig hefur Magga Stína getið sér gott orð sem plötusnúður.

Meira....

Björk Jakobsdóttir

21/02/2017 | Posted in Fréttir | By

bjork

Björk Jakobsdóttir hefur skrifað og unnið að gamanefni til fjölda ára og veislustýrt stórum og smáum fyrirtækjum sem og félagasamkundum og brúðkaupum. Björk er einnig eftirsóttur uppistandari þar sem hún lætur gamminn geysa um uppeldi, útlitsdýrkun, miðaldra svitakóf og rómantík.

Björk er einn vinsælasti veislustjóri landsins um þessar mundir. Hún skemmtir bæði ein og með öðrum. Hún skemmtir með Gunna Helga, Bryndísi Ásmundsdóttur og Þórunni Lárusdóttur.

Meira....

Atli Þór

20/02/2017 | Posted in Fréttir | By

Atli Þór1Atli Þór Albertsson leikari er fjölhæfur og frábær veislustjóri. Atli hefur stýrt veislum og uppákomum í rúman áratug. Starfað í leikhúsi og sjónvarpi og stýrði um árabil útvarpsþættinum Frá A til J ásamt Jóa G, á Rás 2 ásamt fleiri útvarpsþáttum. Meðal sviðsverka má nefna Fló á Skinni, Kabarett, Vesalingana, Rocky Horror, Bjart með köflum og 39 þrep svo eitthvað sé nefnt. Atli var einn af Strákunum í samnefndum sjónvarpsþætti á Stöð 2 og hefur skapað eftirminnanlegar auglýsingapersónur á borð við Alla Atlas, Adda Idol og „Tipparann“. Hann getur veislustýrt einn síns liðs eða í samvinnu við aðra. Meðal þeirra sem Atli hefur veislustýrt og skemmt með eru Jói G, Hallgrímur Ólafsson, Gói, Jóhannes Haukur, Sveppi, Auddi ofl.

Fyrirtæki sem Atli hefur veislustýrt hjá: Isavia, Primera air, Heimsferðir, Brimborg, Askja, Landspítalinn, Securitas, Landsbankinn, Íslandsbanki, MP banki, Remax, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Elkem, Tengi, Johann Rönning, Sóltún, Seltjarnarnesbær, Markaðsstofa Suðurlands, Price Waterhouse Cooper, Ikea, Verkís, Samskip ofl. ofl.

Meira....

Look who´s back!

09/01/2017 | Posted in Fréttir | By

Simmi og Jói, eða er það Jói og Simmi? Þeir eru aftur mættir á markaðinn, veislustjóramarkaðinn…

Simmi og Jói

Meira....

Þórunn Lárusdóttir

19/10/2016 | Posted in Fréttir | By

Þórunn Lárusdóttir er frábær veislustjóri og skemmtikraftur.

Syngur eins og engill, stjórnar eins og herforingi og er bráðfyndin og sniðug.

Hún hefur starfað við öll helstu leikhús landsins, í sjónvarpi og kvikmyndum.  Hún hefur mikla reynslu sem veislustjóri, er skemmtikraftur, söngkona og grínisti. Hún hefur mjög gott vald á ensku og hefur stjórnað fjölmörgum veislum á þeirri tungu, bæði hérlendis og erlendis. Hún leggur mikið upp úr því að hver veisla sé einstök, skemmtileg og sniðin að þörfum veisluhaldara!

Meira....

Saga Garðars á brúninni.

02/05/2016 | Posted in Fréttir | By

SagaSaga er snillingur sem dansar alltaf á brúninni. Hún er einn allra skemmtilegasti grínarinn í dag. Hún hefur slegið í gegn á síðustu árum og hefur frumlegan og skemmtilegan stíl. Saga er einn allra vinsælasti skemmtikraftur landsins.

Meira....

Gríðaleg gleði

18/04/2016 | Posted in Fréttir | By

Það hefur verið gríðarlega mikið að gera hjá Snilli.is þetta vorið og ekki allt búið enn.

Við viljum þakka öllum kærlega fyrir viðskiptin og samskiptin bæði viðskiptavinum og skemmtikröftum.

Meira....

Gleðilega Páska!

27/03/2016 | Posted in Fréttir | By

Snilli.is óskar öllum gleðilegra páska!

Meira....

Æðislegt ár!

27/03/2016 | Posted in Fréttir | By

Snilli.is vill þakka öllum þeim fjölda fyrirtækja og hópa sem hafa haft samband og notast við þjónustu Snilli.is.

Eins vill Snilli.is þakka þeim fjölmörgu skemmtikröftum sem hafa skemmt fyrir hönd Snilli.is á árinu.

 

Meira....

Haustlæti

13/10/2015 | Posted in Fréttir | By

Það má segja að haustið fari af stað með látum.

Mörg fyrirtæki hafa fært árshátíðina sína yfir á haust. Það eru margar ástæður fyrir því meðal annars framboð á sölum sem er meira á haustin.

Sóli Hólm, Felix Bergs, Sveinn Waage, Atli Þór, Björk Jakobs, Gísli Einars, Jói G, Jóhannes Haukur, Logi Bergmann, Jói dans hafa verið upptekin við veislustjórn.

Wally, Ingó, Hreimur, Tryggvi Vilmundarson og fjöldi DJ og hljómsveita hafa einnig verið að.

Atli Þór1 Sóli hólm image Span hljómsveit

Meira....